145. löggjafarþing — 50. fundur,  9. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:26]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Skýringin á frestun þessa fundar hljómar eins og aum afsökun. Ef það er rétt að hv. þingmenn sem styðja hæstv. ríkisstjórn hafi tekið afstöðu til tillagna sem varða kjör aldraða og öryrkja án þess að vera búnir að kynna sér öll gögn þá er það sjálfstætt hneyksli. Hvaða gögn eru það sem ekki eru til í fjármálaráðuneytinu eða velferðarráðuneytinu um kjör aldraðra og öryrkja? Hvers lags bull er þetta, forseti?