145. löggjafarþing — 50. fundur,  9. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:42]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mig langar til að ítreka að það er alveg hárrétt sem hv. þm. Svandís Svavarsdóttir tók fram áðan, þetta snýst náttúrlega um að við viljum ræða við fulltrúa öryrkja og ellilífeyrisþega á jafnréttisgrundvelli. Það er kominn tími til þess að pólitíkin á Íslandi fari á það stig.

Þarna hefði í raun verið tímamótafundur í sögu fjárlaganefndar þar sem hann átti loksins að vera opinn fjölmiðlum þannig að fjölmiðlar gætu fengið að sjá fundarformið. Það hefði verið upplýsandi fyrir alla að fá að sjá það. Það gleður mig að heyra það sem hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson sagði, að það verður fundur í hádegishléinu á morgun, hvenær sem það nú verður. En aftur verð ég að ítreka að ég skil ekki af hverju ráðuneytið þarf að vera þarna nema auðvitað til að drekkja okkur í tölum eins og tíðkast hefur hingað til, sem er náttúrlega algjörlega óásættanlegt.