145. löggjafarþing — 50. fundur,  9. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[20:16]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég hélt ég hefði nú svarað fyrirspurninni sæmilega skýrt. Ég hefði kosið að það væri meiri afgangur af ríkissjóði. Það er alveg rétt. Ég tel að það hefði verið hægt, en það er auðvitað mjög erfitt að standa á bremsunni þegar krafan er alltaf um aukin útgjöld. Ég ætla hins vegar að minna hv. þingmann á að auðvitað var það þannig að stórkostlegur niðurskurður á útgjöldum ríkisins og miklar skattahækkanir voru grunnurinn að því sem hann var að hæla sér fyrir. (Gripið fram í.) Já, og viltu að við … (Gripið fram í.) Er hv. þingmaður Björn Valur Gíslason að leggja það til að ríkisstjórnin fari núna í stórkostlegan niðurskurð? (Gripið fram í.) Er það þannig … Já, einmitt, það gat nú verið. Við skulum bara senda reikninginn á greyið skattgreiðandann og það er orðið dálítið sérkennilegt (Forseti hringir.) að skattgreiðandinn virðist aldrei eiga neinn málsvara í þessum þingsal nema kannski einn eða tvo.