145. löggjafarþing — 50. fundur,  9. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:28]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Já, það gustar um Norðausturkjördæmið. Aldrei þessu vant ætla ég að vera á rólegu nótunum þó að málið sé alvarlegt.

Mig langar að beina spurningu til hv. þingmanns: Nú hefur veiðigjaldið frá því að þessi ríkisstjórn tók við lækkað um álíka upphæð og aldraðir og öryrkjar þurfa til til að fá afturvirka hækkun á laun sín og bætur frá 1. maí á þessu ári.

Finnst hv. þingmanni það vera eðlileg forgangsröðun ríkisstjórnarinnar að lækka veiðigjald á stórútgerðina? Ég mun ekki taka það sem svar að það hafi lækkað á minni og meðalstóru útgerðirnar vegna þess að stærstu útgerðirnar fengu gífurlegar lækkanir og engin þörf var fyrir það eins og allar hagnaðartölur sýna.

En í raun erum við að tala um sömu upphæð (Forseti hringir.) og aldraðir og öryrkjar þurfa að fá afturvirkt frá 1. maí til að standa jafnfætis öðrum launþegum í þessu landi.