145. löggjafarþing — 50. fundur,  9. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:24]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þm. Ögmundi Jónassyni fyrir afar góða ræðu, góða ræðu segi ég vegna þess að hún er grundvöllur frekari rökræðu. Í þessu, ég leyfi mér að segja stutta andsvari, get ég ekki komið inn á allt það sem ég hefði viljað spyrja hv. þingmann um en fyrsta kastið þá rakti hv. þingmaður, sem er jafnframt formaður hv. stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, nefndar sem hefur nokkra sérstöðu, ferli sem snýr að Landbúnaðarháskólanum og það hvernig hægt sé að koma því faglega ferli áleiðis til þingsins og fjárlaganefndar og hvernig það skilar sér í fjárlögum. Hv. þingmaður hafði áhyggjur af því að slíkt mundi ekki geta raungerst yrðu lög um opinber fjármál að eða frumvarp um opinber fjármál að lögum. Getur hv. þingmaður skýrt betur hvernig það getur ekki átt sér stað?