145. löggjafarþing — 50. fundur,  9. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:26]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Þar sem ég er í heildina sáttur við þetta frumvarp um opinber fjármál, fyrst og fremst það sem snýr að auknum aga og bættri áætlanagerð, þá mun ég örugglega hafa þetta dæmi hugfast. Ég tel það afar gott dæmi hjá hv. þingmanni sem hann nefndi um hið faglega ferli og þá sérstöðu sem hv. stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur varðandi umfjöllun um skýrslur Ríkisendurskoðunar og hvernig sú umræða getur skilað sér áfram í það faglega ferli.

Hér í seinna andsvari, af því að ég veit að afstaða hv. þingmanns varðandi svokallaða einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu er afar skýr, vil ég spyrja hvar mörkin liggja og nefna sem dæmi heilsugæsluna sem hér hefur títt verið nefnd í Salahverfi, hvort hagsmunir þar um útboðna þjónustu geti ekki farið saman. Er það (Forseti hringir.) innan þess ramma sem hv. þingmaður á við um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu?