145. löggjafarþing — 50. fundur,  9. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:31]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Sú breyting heppnaðist ekki, langt í frá. Það var mjög misráðið skref sem við töluðum mörg gegn í langan tíma í þessum sal. Okkur tókst reyndar að laga frumvarpið verulega frá því sem upphaflega kom fram, en það var mjög gallað engu að síður. Reynslan hefur sýnt að þetta var óheillaspor.

Varðandi sölu á Rás 2 þá verðum við að horfa til þess að þarna koma inn auglýsingatekjur sem ganga til reksturs á stofnuninni allri. Ef við tökum þessa tekjulind frá Ríkisútvarpinu þá er um það að velja að skera niður í annarri starfsemi eða hækka iðgjöldin. Er líklegt að hið síðara verði gert? Nei. Við verðum að horfa á þetta heildstætt og reyna að varðveita (Forseti hringir.) tekjulindirnar sem þessi stofnun hefur. Hvort (Forseti hringir.) breyta megi áherslum hjá ríkissjónvarpinu varðandi afþreyingarefni — því er ég sammála.