145. löggjafarþing — 50. fundur,  9. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:36]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég tel það vera það minnsta sem hægt er að gera að veita þingmönnum smánætursvefn áður en þeir ganga til þingstarfa nú á morgun. Það er ekki eins og það sé eðlilegur hvíldartími að fá að hvílast í sex tíma áður en við þurfum að ganga til nefndarstarfa á morgun. Það gengur ekki að þingmenn lúti öðrum lögum en annað fólk þegar kemur að því. Ég held að full ástæða væri til að endurskoða það hvenær við ljúkum þessum þingfundi og það væri kannski ráðlegt að gera það sem fyrst.