145. löggjafarþing — 50. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[00:04]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég sá nokkra von í því að nú er kominn nýr forseti í stólinn. Eins og þingmenn og hæstv. forseti tóku eftir beindu sennilega einir 20 þingmenn frekar einfaldri spurningu til forseta fyrr á fundinum um það hvenær gert væri ráð fyrir að þessum fundi mundi ljúka. Þá var til þess vísað að langt væri enn í miðnættið þó að klukkan væri þá rétt að verða 11. Nú hefur klukkan slegið miðnætti, hygg ég, og kannski tími til kominn að Öskubuska láta vita af því hvenær eigi að hætta dansleiknum.