145. löggjafarþing — 50. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[00:28]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég áttaði mig ekki á því áðan, þegar hv. þm. Brynjar Níelsson kom hingað upp og kallaði eftir því hjá okkur í stjórnarandstöðunni að við gæfum upp hve langan tíma við ætluðum að tala í þessu máli, að hann væri starfandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, að hann væri í þeirri ábyrgðarstöðu. Í þeirri stöðu vigta orð hans miklu þyngra.

Ég get alveg eins spurt hv. þingmann: Hve lengi ætlar þessi stjórn að vera við völd? Hvenær ætlar hún að segja af sér? (Gripið fram í: Nákvæmlega.) Svaraðu því, hv. þingmaður. Það er jafn skynsamleg spurning og hver önnur. Og hv. þingmaður getur ekki kastað fram skynsamlegri spurningu, mundi ég segja. En hv. þingmaður verður auðvitað að gera sér grein fyrir því að við þurfum að tala í þessu máli og við erum ekki farin í fyrstu ræðu. Hann getur ekki kallað eftir einhverju slíku frekar en guð má vita hverju.