145. löggjafarþing — 50. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[00:34]
Horfa

Anna Margrét Guðjónsdóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Hv. þm. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir stal nú eiginlega af mér glæpnum, en erindi mitt í ræðustól núna var einfaldlega að fá svar við því hver er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. (GStein: Guðlaugur Þór.) (Gripið fram í.) Ég var rasandi, en taldi kannski í ljósi þess hversu stutt ég hef setið á þingi núna að ég hefði misst sjónar á einhverri atburðarás, en það leikur greinilega einhver vafi á þessu og það skýrir auðvitað af hverju hér er hálfgerð óreiða og óstjórn á þingsköpum. Ég ítreka því beiðni mína sem ég flutti rétt áðan: Mig langar bara að fá að vita hvort ég eigi að búa mig undir að halda mína fyrstu ræðu um fjárlögin klukkan 6 í fyrramálið eða hvort ég megi fara heim að sofa, sem ég kýs nú frekar.