145. löggjafarþing — 50. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[01:04]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka ræðu hv. þingmanns. Ég rak mig á í umræðu um opinber innkaup, rafræna stjórnsýslu, sem ég hef þó nokkurn áhuga á, að þar er talað um að stefnt sé að 2–4 milljarða hagræðingu á ári en að innleiðingin taki nokkur ár. Ég er að velta fyrir mér hvenær. Það er mín reynsla að hugbúnaðarþróun innan opinbera geirans sé dálítið viðamikil. Fyrri reynsla hugbúnaðargeirans hefur ekki verið rosalega góð en þetta er á réttri braut núna.

Í verkefni sem ég var í vorum við að meta þann hugbúnað sem þurfti að framleiða í einni stofnun upp á um 100 millj. kr. og síðan hafa bæst við verkefni þar. Það var vottað af óháðum aðila líka að það væru rétt viðmið. Ég hef áhuga á að vita aðeins meira um þá stefnu sem hv. þingmaður minntist á.