145. löggjafarþing — 51. fundur,  10. des. 2015.

lengd þingfundar.

[10:32]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Eins og fyrri daginn hef ég engar athugasemdir við það að hér sé haldið áfram í kvöld og fram undir miðnættið en þar sem við erum enn þá í fyrstu ræðum þingmanna um sjálf fjárlög íslenska ríkisins tel ég með engum hætti hæfandi að slíkar ræður séu fluttar að næturlagi. Þess vegna spyr ég forseta hvort hann óski heimildar til miðnættis. Ef svo er eru engar athugasemdir við það og ekki óskað atkvæðagreiðslu um það, en ef hann hyggst halda fundi áfram lengur en til miðnættis óska ég eftir atkvæðagreiðslu um það og minni á að allt það argaþvarg sem varð um þá ákvörðun hér í gær skilaði okkur ekkert áfram í umræðunni. Þær tvær klukkustundir sem farið var inn í nóttina styttu ekkert umræðuna, heldur hafa þær þvert á móti orðið til þess að lengja 2. umr. fjárlaga frá því sem ella hefði orðið.