145. löggjafarþing — 51. fundur,  10. des. 2015.

lengd þingfundar.

[10:36]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég styð heils hugar tillögu forseta um lengdan fund og vonast til þess að hann standi fram í nóttina því að fundur sá sem hér var haldinn í gærkvöldi var mjög góður. Hér fóru fram mjög góð skoðanaskipti, áhugaverðar ræður voru fluttar og eiginlega það eina sem ég get kvartað yfir fundinum í gærkvöldi var að hann var ekki alveg nógu langur. Okkur hefði miðað betur ef við hefðum lengt fundinn ögn þannig að ég hvet til þess að fundur nú í kvöld standi jafn lengi og þarf og að við getum haldið áfram að hlusta á þessar uppbyggilegu og ágætu ræður sem hafa verið haldnar um fjárlagafrumvarpið.