145. löggjafarþing — 51. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[15:33]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þingmaður fer aftur á síðasta fjárlagaár síðustu ríkisstjórnar 2013, væntanlega þau fjárlög sem unnin voru í desember 2012. Ég vildi óska þess að ég myndi eftir nákvæmlega eftir því hver staðan var þá þegar verið var að gera þetta upp, hvort þá var afgangur eða tap eftir erfiðleikaár þar á undan. Ég veit að hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon gæti rifjað upp þá tölu, hann var fjármálaráðherra á þeim tíma.

Þarna er annars vegar fjallað um hækkun verðlags og hins vegar hækkun bóta og samspilið, hvað valið er. Margt hefur gengið vel í þjóðarbúskap okkar og kannski aðallega vegna ytri aðstæðna. Verðbólga er mjög lág, þökk sé mikilli lækkun á olíuverði og fleiri atriða, þannig að það spilar allt saman í þessu dæmi. En það sem þarna kemur fram og það sem málið snýst um gagnvart öldruðum og öryrkjum er (Forseti hringir.) fyrst og fremst að nýgerðir kjarasamningar leiddu til þessara hækkana og leiðin að þessum kjarasamningum (Gripið fram í.) var rudd af hæstv. ríkisstjórn með samningum við ýmsar stéttir opinberra starfsmanna.