145. löggjafarþing — 51. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:23]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það er mjög alvarlegt. Ég er alveg sammála því. Við þurfum svo virkilega á því að halda að hafa eftirlit og frumkvæðisskyldu í höndum umboðsmanns Alþingis. Hægri stjórnin hefur alltaf talað um þennan eftirlitsiðnað. Hver veikti mest eftirlitsregluverkið, Fjármálaeftirlitið og annað, fyrir hrun? Það var hægri stjórnin búin að gera árin á undan. Þess vegna er þetta mjög hættulegt. Lýðræðisþjóðfélag á að standa vörð um umboðsmann Alþingis sem hefur á þeim tíma frá því að embættið var stofnað sýnt að það var virkilega mikil þörf fyrir það. Þessar frumkvæðisathuganir embættisins eru líka mjög mikilvægar sem aðhalds- og eftirlitshlutverk og eftirlitsskylda löggjafans. Ég treysti því að breytingartillögur (Forseti hringir.) okkar í minni hlutanum, um að leggja embættinu til 15 milljónir, verði samþykktar.