145. löggjafarþing — 51. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:36]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er skrýtnasta talnasúpa sem ég hef nokkurn tíma heyrt. Mér finnst það ábyrgðarhluti af þingmönnum að standa í þessum ræðustól og beinlínis ljúga upp í opið smettið á okkur hinum. Þetta er rangt. Þegar þessi ríkisstjórn tók við var strax farið í að hækka bæturnar, í júní 2013. Það er ekkert rétt af því sem kom fram varðandi þessar hækkanir, en ég fyrirgef þingmanninum það því að hún er að lesa upp einhverjar bloggfærslur í þingsal (Gripið fram í.) meðan gögnin liggja fyrir í þingskjölum. En þetta eru helber ósannindi. Það er ekki hægt að sætta sig við þetta.

Svo ætla ég að benda á, virðulegi forseti, tvískinnunginn í þeim flokkum sem stjórnuðu landinu á síðasta kjörtímabili. Hér er talað um að ríkisstjórnin sé að afsala sér tekjum. Það er alveg afbragðstafla á blaðsíðu 8 í nefndaráliti fulltrúa Vinstri grænna í fjárlaganefnd. Þar kemur fram að það er sama krónutöluhækkun að fara í veiðileyfagjald árið 2016 og var 2012 (Forseti hringir.) þegar góða fólkið var í ríkisstjórn.

Virðulegi forseti. Þau eru með sömu tölur og við erum að leggja á í veiðigjöldin 2016. Þetta er ekki boðlegur málflutningur.