145. löggjafarþing — 51. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[20:15]
Horfa

Valgerður Gunnarsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka enn og aftur fyrir þessa fyrirspurn hv. þingmanns. Nú er það svo að gert er ráð fyrir því með lögum að farið sé yfir kjör aldraðra um áramót. Það er viðtekin venja að um áramót sé tekið mið af því hver launaþróun hefur orðið í þjóðfélaginu og hvaða verðbólga hefur verið og kjör aldraðra og öryrkja taka mið af þeim þáttum. Hærri tala hverju sinni er það sem lagt er til grundvallar þegar hækkun á kjörum aldraðra og öryrkja er ákveðin. Með því er ég ekki að segja að aldraðir og öryrkjar séu vel settir. Við vitum vel að svo er ekki.