145. löggjafarþing — 51. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[20:27]
Horfa

Valgerður Gunnarsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta andsvar. Nú er það svo að stofnunum er ákvarðað ákveðið fjármagn árlega. Í sumum tilfellum fer það eftir svonefndu reiknilíkani, eins og til dæmis hjá framhaldsskólunum. Reiknilíkönin eru með þeim annmarka að þau reikna út frá meðalkúrfu. Sumar stofnanir fá kannski fjármagn umfram það sem þörf er á meðan aðrar fá alls ekki það fjármagn sem þær þurfa á að halda. Þegar við stöndum frammi fyrir því að sömu stofnanir eru kannski ár eftir ár með afgang af rekstrarfé þá safnast upp höfuðsjóður sem ég tel, og ég meina það, að sé af hinu góða. Ég vil fá að klára þetta svar í síðara andsvari.