145. löggjafarþing — 51. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:20]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að ef sú verður þróunin að ríkisstjórnin ákveði, að mér finnst nánast með einhverri nauðhyggju, að ekki megi afla fjár til þess að reka samfélagsleg verkefni, sé frekar augljóst að draga verður úr samfélagslegum verkefnum. Hér verður líklega samt einhvers konar samfélag, en það hlýtur þá að þýða að einstaklingar þurfa að greiða úr eigin vasa fyrir heilbrigðisþjónustu, menntun, fyrir að fá að keyra á einhverjum tilteknum vegarbútum. Það þýðir auðvitað að þeir sem eru ríkari geta keypt sér þjónustuna. Hinir geta það ekki. Það er samfélagsþróun sem mér hugnast engan veginn, enda talaði ég í ræðu minni einmitt fyrir því að við þurfum að beita skattkerfinu til jöfnuðar.