145. löggjafarþing — 51. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:15]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Siv Friðleifsdóttir og Vilborg Oddsdóttir frá Velferðarvaktinni komu og kynntu þessar tillögur. Ég er hjartanlega sammála tillögum þeirra um almennar ótekjutengdar barnabætur og síðan kerfi sem tryggir að fólk falli ekki í fátæktargildru. En ég held líka að við eigum að vera óhræddari við að nota okkur framfærsluviðmið til þess að ákvarða bætur til fólks. Þegar Guðbjartur Hannesson var velferðarráðherra tók hann þá pólitísku ákvörðun að láta reikna slík viðmið og birta opinberlega. Þó að hann gæti ekki fylgt því eftir þá að bætur miðuðust við þetta sagði hann: Það er miklu betra að hafa þetta opinbert þannig að við gerum okkur grein fyrir hvernig kjör fólksins í landinu eru. (Forseti hringir.) Við eigum ekki að loka augunum fyrir því að fólk lifir undir framfærsluviðmiðum (Forseti hringir.) heldur hafa það opinberar upplýsingar svo það verði aukin krafa og aukinn þrýstingur á að tryggja fólki lágmarksframfærslu.