145. löggjafarþing — 51. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:17]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar að byrja á að þakka hv. þingmanni fyrir ágæta framsögu um þetta mál. Mig langar að drepa á það sem sagt er í nefndaráliti meiri hlutans um flóttamenn og hælisleitendur, að þau málefni ætti að flokka sem þróunarsamvinnu. Nú er ég ekki alveg klár á því hvort í þróunarsamvinnu felist að taka á móti flóttamönnum. Þróunarsamvinna virðist frekar vera eitthvað sem er gert annars staðar. Mér þykir þetta svolítið ankannalegt. Mig langar til að fá að vita hvort hv. þingmaður hafi eitthvað meira um þetta að segja.

Sömuleiðis langar mig að spyrja um fangelsismál. Nú er verið að setja 65 millj. kr. aukalega í þennan málaflokk en við í minni hlutanum leggjum til 80 milljónir. Það þarf alveg gríðarlega miklu meira í þennan málaflokk. Mig langar til að fá að vita álit hv. þingmanns á því.