145. löggjafarþing — 51. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:46]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég kvaddi mér aftur hljóðs af því að mér var bent á að það hefði mátt misskilja orð mín þannig að ekki væri full ástæða til að fagna launahækkunum kennara. Auðvitað er full ástæða til að fagna launahækkunum kennara. Þeir eru vel að þeim komnir en þetta vekur líka athygli á því hversu sjálfvirkt og sjálfkrafa þetta er gagnvart öllum öðrum hópum í landinu en öldruðum og öryrkjum eins og hér hefur ítrekað komið fram í umræðunni. Fyrst og fremst undirstrikar þetta hversu slæm áhrif það hefur að vera með kvöldfundastand, skjóta á aukafundum í fjárlaganefnd, afboða þá, fara tíu daga fram yfir áætlun og geta samt ekki lagt fram skammlaust plagg. Svona klúður rétt við lok afgreiðslunnar upp á gríðarlegar fjárhæðir sem verða bara til að auka hallann á ríkissjóði gefur auðvitað fulla ástæðu (Forseti hringir.) til að menn reyni að læra af þessu og hætta þessum vondu vinnubrögðum í fjárlaganefnd.