145. löggjafarþing — 51. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[23:01]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég fagna því mjög að þessi fundur standi enn og óska þess að hann standi lengi enn því að hér hafa farið fram ítarlegar og gagnlegar umræður, afar skemmtilegar á köflum, og ég hvet forseta til að halda fundi áfram drykklanga stund enn því að nóg er nóttin, eins og draugurinn sagði, [Hlátur í þingsal.] og við högnumst öll á því að skiptast á skoðunum um fjárlög þjóðarinnar. Ég gleðst mjög yfir því að fundur standi enn drykklanga stund en viðurkenni að ég sakna þess mjög að hér skuli ekki vera sá lífsreyndi og gamalreyndi þingmaður Össur Skarphéðinsson [Hlátur í þingsal.] sem hafði það á orði í dag að enginn þingmaður væri maður með mönnum nema hann hefði séð sólargeislann berast inn í Alþingishúsið. Sólin kemur inn í Alþingishúsið klukkan hálfellefu í fyrramálið og ég hlakka mjög til [Hlátur í þingsal.] og hvet (HHj: Þegar fundurinn verður settur.) forseta til að halda fundi áfram.