145. löggjafarþing — 51. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[23:53]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég spyrja hv. þingmann hvernig honum lítist á hugmyndir sem miða að því að spara kostnað við afplánun. Eins og hv. þingmaður gerir sér grein fyrir kostar hver sólarhringur að meðaltali 30 þús. kr. í afplánun í fangelsisstofnunum landsins, það eru 11 millj. kr. á ári fyrir hvert fangaár sem leggjast á skattgreiðendur, eins og við höfum fjallað um hér. Það eru aðrar leiðir færar sem notast hefur verið við í auknum mæli í nágrannalöndunum fyrir fanga sem ekki eru hættulegir umhverfi sínu eða að vera í öryggisgæslu, þ.e. að bjóða frekar upp á samfélagsþjónustu, rafrænt eftirlit, ökklabönd, sem spara þá þennan kostnað, og eins að bjóða erlendum föngum að afplána í heimalandi sínu. Mér reiknast til að með því að setja ökklabönd á 130 fanga verði hægt að spara einn milljarð við afplánun. Hvernig hugnast hv. þingmanni slíkar hugmyndir?