145. löggjafarþing — 51. fundur,  11. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[00:01]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessa ágætu ræðu.

Af því að þetta er bara mínúta ætla ég að tala hratt. Heilbrigðismálin. Þau hafa verið í forgangi eftir langt svelti, en meira þarf ef duga skal. Málið er: Búið er að tryggja launahækkanir þannig að atgervisflótti verði takmarkaður. Það er í gangi áætlun um tækjakaup til þriggja, fjögurra ára. Það er búið að setja saman hóp til að eiga samtal um virkilega fjárþörf, svo menn geti hætt að tala saman í blöðunum á þessum árstíma. Bætt hefur verið í heilsugæsluna til að aflétta þrýstingi af bráðamóttöku. Sett hefur verið aukafjárveiting til að eyða eða vinna á biðlistum.

Spurningin er: Mundi hv. þingmaður vilja gera hlutina einhvern veginn öðruvísi en það sem ég hef stiklað hérna á í örfáum orðum? Mundi hann hafa aðrar (Forseti hringir.) áherslur?