145. löggjafarþing — 52. fundur,  11. des. 2015.

lengd þingfundar.

[10:34]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég hef nú tvo daga í röð innt forseta eftir því hvort hann væri tilbúinn til þess að lýsa því yfir að fundir stæðu ekki lengur en til miðnættis. Það er út af fyrir sig óvenjulegt að við fundum á föstudagskvöldi yfir höfuð en það væri þó skömminni skárra ef slík yfirlýsing lægi fyrir af hálfu forseta. Ég minni á að það hefur engu skilað umræðunni að halda hér áfram á næturnar undanfarið og ítreka þá yfirlýsingu að verði þingmönnum Samfylkingarinnar boðið upp á það að flytja ræður sínar hér að næturlagi munu þeir endurflytja þær í dagsbirtu. Það verður því ekki til að stytta umræðuna með neinum hætti að beita minni hlutann slíku ofbeldi.