145. löggjafarþing — 52. fundur,  11. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[12:05]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Mér finnst það mikilvægt, sem hv. þingmaður gerði í ræðu sinni, að tala um útgjaldahliðina, en einnig er mikilvægt að hugsa um það hvernig við öflum teknanna því að þetta þarf að vera í samhengi.

Ég er sammála hv. þingmanni í því að við þurfum eftir kreppuna að byggja samfélag okkar upp og núna er einmitt tíminn til þess þar sem allt er farið að ganga mun betur. Við þurfum að hugsa um tekjustofnana sem ríkið hefur til að afla peninga til samfélagslegra verkefna.

Mig langar að inna þingmanninn eftir því hvernig hann sjái (Forseti hringir.) þetta fyrir sér. Fyrirgefið, klukkan var vitlaus.

(Forseti (EKG): Ræðutíminn var ein mínúta.)

Já, en klukkan var vitlaus. Hvernig við eigum sem sagt að haga skattheimtunni, hvernig hann telji henni best fyrirkomið. Hvar eigum við að taka skattana?