145. löggjafarþing — 52. fundur,  11. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[12:18]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Stórt er spurt. Ég hef ekki nema nokkurra ára þingreynslu en hefur sýnst að það sé ákveðið einkenni á okkur Íslendingum að okkur gengur illa að taka upp aga. Mín reynsla er sú, og það hefur sýnt sig, að það gangi kannski helst þegar menn eru samtaka og sammála um það.

Það hefur verið athyglisvert að hlusta á umræður um frumvarp um opinber fjármál, sem er auðvitað stór tilraun til að setja meiri aga á ríkisfjármálin. Ég hef reynslu af því á sveitarstjórnarstiginu, þegar nýjar fjármálareglur sveitarfélaganna komu fram, að þær höfðu mjög mikil og góð áhrif þar á.

Ég held satt að segja að meðan við ræðum málin aðallega í þeim stíl (Forseti hringir.) að hópur alþingismanna telur hina gera allt vitlaust og hinir segjast gera allt rétt þá hamli það uppbyggilegu samtali og samvinnu um að bæta vinnubrögð.