145. löggjafarþing — 52. fundur,  11. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[15:43]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þingmanni ræðuna. Í ræðunni greip hún örlítið í nefndarálit 2. minni hluta fjárlaganefndar um atriðið stafræn íslenska.

Nú er ekki aðgengileg opin íslensk stafræn orðabók, en hún er til. Það bara má ekki gefa hana út. Það er sem sagt til opin stafræn íslensk orðabók en hún liggur bara ónotuð. Það kostar 0 kr. að gefa hana út en það má ekki út af samkeppnislögum af því að annar einkaaðili á markaðnum gefur út og prentar orðabækur. (Forseti hringir.) Mér finnst það dálítið skrýtið af því að íslenska er eign (Forseti hringir.) okkar allra, ég tala nú ekki um ef framleiðsla stafrænnar orðabókar hefur verið greidd af opinberu fé, (Forseti hringir.) þá eigum við öll að fá aðgang að henni.