145. löggjafarþing — 52. fundur,  11. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[16:19]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Takk fyrir þessar spurningar og jákvæðar undirtektir varðandi það að auðvitað þurfa áætlanir að sýna væntan arð. Það dugar eiginlega ekki að vísa til þess að þetta komi frá Bankasýslunni vegna þess að þegar hún skilar sínu er árið skammt komið. Núna er miklu lengra liðið á árið og betri upplýsingar komnar. Við megum ekki hengja bakara fyrir smið í því máli hvers vegna þetta er gert svona. Meiri hluti nefndarinnar gerir í áliti sínu grein fyrir því að þarna kunni meira að liggja undir en hefur greinilega ekki fengið þann stuðning sem hann þurfti frá ráðuneytinu til að áætla það nánar.

Varðandi Asíubankann bera Bandaríkjamenn mannréttindamálin og umhverfismálin fyrir sig. Þeim bauðst sannarlega að vera með og það hefði verið mikill styrkur fyrir slíkan banka að hafa þá með. Japanar eru ekki heldur með. Það er áhugavert. Þetta er stórpólitískt apparat. Ég spurði margra spurninga um þetta í utanríkismálanefnd þar sem ég latti mjög til þess (Forseti hringir.) að þetta yrði gert en það var ekkert á það hlustað. Þetta kostar okkur sem sagt líklega 200 milljónir á ári.