145. löggjafarþing — 52. fundur,  11. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:23]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég er enn þeirrar skoðunar eins og ég var í ræðu minni að það er einkennilegt að óskað sé eftir því að Alþingi samþykki heimild til að selja húsnæði sem Þjóðskjalasafnið er í og nýbúið er að samþykkja að verði þar áfram og búið að leggja mikið fjármagn í endurhönnun.

Síðan varðandi Landspítalann þá er ekki gert ráð fyrir magnaukningu og það er ekki gert ráð fyrir fjölgun sjúklinga. Það þýðir að mati stjórnenda að skera þurfi niður um 1 milljarð, um heilan milljarð, í þjónustu við sjúklinga. Það er óásættanlegt.