145. löggjafarþing — 52. fundur,  11. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:42]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Eitt af því lágkúrulegra sem maður hefur fylgst með í þessari umræðu síðustu daga er samanburður stjórnarliða og flutningsmanna þessa fjárlagafrumvarps á aðbúnaði heilbrigðismála, lífeyrisþega og öryrkja á árinu í ár og árinu 2009 eða á síðasta kjörtímabili. Að bera saman aðgerðir og aðbúnað eftir fimm til sex ára samfellt hagvaxtarskeið og upphaf kjörtímabils þar sem þjóðin hafði misst efnahagslegt sjálfstæði sitt og var að búa til fjárlög og reka ríkið með áætlun og aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, það er með ólíkindum að slíkt skuli fara fram.

Mig langar að spyrja hv. þingmann af því að hann kom aðeins inn á þessi mál: Er það ekki samt sem áður svo að þrátt fyrir þann niðurskurð(Forseti hringir.) sem menn stóðu frammi fyrir á þeim tíma, var framlag til heilbrigðismála 7,5% af vergri landsframleiðslu? Árið 2014 var það 7% (Forseti hringir.) þannig að menn héldu að minnsta kosti í að verja þetta mikilvæga kerfi.