145. löggjafarþing — 52. fundur,  11. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:37]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Því er fljótsvarað. Þetta er enginn undirbúningur. Dæmið sem við getum til að mynda haft fyrir okkur í okkar hversdagslífi er tiltölulega einfalt. Nú vill svo heppilega til að bensínlítrinn er með allra lægsta móti, 36 dollarar á markaði í New York í gær. Það er verð sem var fyrir ekki löngu síðan um og yfir 100 dollurum, þrefalt hærra. Þetta er gríðarlegur útgjaldaliður fyrir íslenskt þjóðarbú, sérstaklega vegna útgerðarinnar. Sveiflur í því efni gætu einfaldlega haft mjög alvarleg áhrif á allar þær forsendur sem þetta frumvarp byggir á. Þá væri auðvitað mikilvægt að hafa lagt til hliðar þegar betur áraði, eins og nú gerir, (Forseti hringir.) en því miður gerir reksturinn það ekki.