145. löggjafarþing — 52. fundur,  11. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:40]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er kannski ekki verst að lækka skatta í sjálfu sér, ef við gætum gert það og samt lagt nokkuð til hliðar væri það út af fyrir sig jákvætt eða ef verið væri að lækka skatta þar sem máli skiptir, á lágtekjufólk, á millitekjufólk, og auka við barnabætur og vaxtabætur og þess háttar þætti.

Virðulegur forseti. Það allra versta er að það er verið að lækka skatta á útgerðina sem þarf þess alls ekki með, á 5 þús. ríkustu heimilin í landinu sem sannarlega þurfa þess ekki með og, til að kóróna vitleysuna, á erlenda ferðamenn. Hvers konar forgangsröðun er þetta eiginlega?