145. löggjafarþing — 52. fundur,  11. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:45]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Því er fljótsvarað. Lækkun á tryggingagjaldi er skynsamleg og eðlileg aðgerð sem lækkun á veiðigjöldum er ekki, afnám auðlegðarskatts er ekki og það að þora ekki að skattleggja erlenda ferðamenn er auðvitað alls ekki.

Aðeins áfram um hitt efnið sem snýr að auðlegðarskattinum. Ég held líka að við höfum látið það ganga allt of langt og stjórnarliðar kannski gengið erinda efnafólks í einhverjum misskilningi af því að sú tugga hefur vaðið uppi að efnafólk vilji ekki borga skatta. Ég held að það sé engin ástæða til að gefa sér það. Ég held að fjölmargir þeirra sem hafa efnast og notið farsældar í lífinu vilji einfaldlega glaðir greiða skatta. Ég bendi á greinar Warrens Buffetts, eins fremsta fjárfestis í heiminum, í því sambandi og greinar Kára Stefánssonar, sem nefndur hefur verið á nafn í þessari umræðu af öðru tilefni, sem dæmi um (Forseti hringir.) menn sem mótmæla því að það sé verið að létta af þeim sköttum og vilja gjarnan borga.