145. löggjafarþing — 52. fundur,  11. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[23:18]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Nú er hv. þingmaður einn af þeim þingmönnum sem er umboðsmaður barna á Alþingi … (PVB: Talsmaður.) — talsmaður barna á Alþingi, fyrirgefið. Mig langar aðeins að heyra í honum varðandi það. Nú hefur Fæðingarorlofssjóður verið skertur og staða barnafjölskyldna er mjög erfið á Íslandi. Barnabætur skerðast við 200 þúsund og þakið á hámarksgreiðslum úr Fæðingarorlofssjóði hefur verið 350 þúsund á mánuði sem hefur valdið því að feður hafa síður tekið fæðingarorlof. Þessi staða barnafjölskyldna er mjög erfið vegna þess að það kemur svo margt saman, samlegðaráhrifin, húsnæðismálin og slíkt.

Hvernig sér hv. þingmaður fyrir sér að bæta megi úr gagnvart barnafjölskyldum ef hann kemur kannski inn á tillögur minni hluta fjárlaganefndar í þeim efnum þar sem er verið að tala um að hækka barnabætur og hækka hámarksgreiðslur (Forseti hringir.) úr Fæðingarorlofssjóði í áföngum í 500 þúsund á mánuði?