145. löggjafarþing — 52. fundur,  11. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[23:21]
Horfa

Páll Valur Björnsson (Bf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, það getur vel verið að þetta hafi verið lengsta ræða sem haldin hefur verið um störf þingsins en það er bara allt í lagi. Ég hef hlustað á margar ræðurnar í fjárlögum á síðustu árum sem ekki endilega fjalla um fjárlögin. Hún fjallaði smá um það líka, það má nefnilega ræða um þessa hluti alla. Ég sagði ekki að hér væri allt ómögulegt, alls ekki, og ég kom inn á það í ræðu minni að bara margt mjög gott væri að gerast, en það er greinilega ekki nóg, þegar við horfum til þess að þið lækkuðuð skatta um 5–6 milljarða á ári sem skipti engu máli í stóra samhenginu fyrir fólk, ekki nokkurn skapaðan hlut. Síðan lækkuðuð þið veiðigjöldin, ég mundi segja að það væri allt í lagi þótt þau væru 15–20 milljarðar á ári. Ef EBITDA er 72 milljarðar fyndist mér það allt í lagi, að það væru 20 milljarðar, fyrir utan auðlegðarskattinn sem gæti verið 10 milljarðar. Þið hafið afsalað ykkur tekjum sem mundu gera það að verkum að hér væri alveg bullandi afgangur á fjárlögum.