145. löggjafarþing — 53. fundur,  12. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[11:14]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Þingmenn vita líklega að fjárlagafrumvarpið er, eins og önnur frumvörp, lifandi plagg eins og ég sagði í frammíkalli áðan. (Gripið fram í.) Hér er engin gleði með það að náðst hafi samningur milli sveitarfélaganna og ríkisins (Gripið fram í.) varðandi málefni fatlaðra. Hér ríkir ekki nokkur einasta gleði með neitt. Þetta er alveg dæmalaust.

Það er heldur ekki nýtt af nálinni að fjárlagafrumvarpið sé lifandi plagg. Ég man ekki betur en að núverandi stjórnarflokkar hafi þurft að taka þann ógeðsbita að fara inn í fjárlög með algjöra framúrkeyrslu á Bakka á sínum tíma. Þar var algjör vanáætlun í gangi og fyrir því stóð hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon þegar hann var atvinnuvegaráðherra. Það var algjörlega vanfjármagnað eins og annað sem síðasta ríkisstjórn fór fram með og vann. (Forseti hringir.) Við fögnum því að umræðan heldur áfram því að mér skilst að stjórnarandstaðan hafi mikið að segja. Ég er í húsi og hlusta á allt saman og það er ánægjulegt að hæstv. fjármálaráðherra sé á leiðinni.