145. löggjafarþing — 53. fundur,  12. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[11:16]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Við erum í miðri umræðu um fjárlagafrumvarpið og hér detta inn milljarðar á milljarða ofan og alls konar hugmyndir um breytingar á umgjörð ríkisfjármála. Það er full ástæða til að forseti beiti sér fyrir því að hlé verði gert á þessari umræðu og fjárlaganefnd kölluð saman til að fara yfir málin. Minni hlutinn biður um að það verði gert.

Formaður nefndarinnar, hv. þm. Vigdís Hauksdóttir, virðist sæl og glöð með þennan hringlandahátt og þessa ringulreið og að við stöndum hér, fulltrúar fjárlaganefndar, og höfum ekki hugmynd um hver heildarjöfnuður verður á árinu 2016. Þetta er algjörlega óásættanlegt. Þetta eru mjög léleg vinnubrögð og slæm áætlanagerð svo vægt sé til orða tekið.