145. löggjafarþing — 53. fundur,  12. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[11:27]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ef starfsáætlun hefði haldið værum við að ljúka þingi hér 12. desember, en svo er ekki. Enn kemur ríkisstjórnin með mál inn þó að starfsáætlun eigi að vera lokið og þing að vera komið í jólafrí. Það hefur verið mér mjög mikilvægt að ná einhverri niðurstöðu í málefni eins og málefni fatlaðra og ég fagna því að komin er einhver niðurstaða en ég veit til dæmis ekkert hvernig sú útfærsla er. Landshlutarnir eru mjög missettir varðandi málefni fatlaðra og hinar dreifðu byggðir eiga í miklum erfiðleikum með að uppfylla lög um málefni fatlaðra. Við hér inni höfum ekki hugmynd um hvernig þessi útfærsla er.

Við þingmenn eigum fullan rétt á því að farið verði yfir þessa útfærslu og hvernig hún komi út fyrir einstök svæði. Það að koma með svo stór mál eins og stöðugleikafrumvarpið og félag í kringum það inn á þing þegar því á að vera lokið er algjörlega með ólíkindum og þessari ríkisstjórn (Forseti hringir.) til háðungar.