145. löggjafarþing — 53. fundur,  12. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[11:31]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Það er orðin ágæt mælieining hér í sal á líðan stjórnarmeirihlutans sem maður veit að versnar eftir því sem fúkyrðaflaumurinn í garð hv. þm. Steingríms J. Sigfússonar eykst. Það er orðinn nokkuð mikill æsingur í þingsalnum núna í hans garð sem ég held að sýni okkur að stjórnarmeirihlutanum líður ekki vel.

Mér finnst hæstv. forseti sem og hæstv. fjármálaráðherra búnir að viðurkenna að hér skorti upplýsingar til að hægt sé að vinna áfram. Þess vegna er búið að boða þennan fund kl. 13. Ég tek undir orð hv. þm. Oddnýjar Harðardóttur sem er næst eða þarnæst á mælendaskrá að það er ekki boðlegt að við eigum að fara í áframhaldandi ræður án þess að vita um stöðuna og hverju vindur fram (Forseti hringir.) þannig að ég óska eftir því að núna verði gert hlé á fundi.