145. löggjafarþing — 53. fundur,  12. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[11:43]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Þegar ég fór í gær hafði ég ekki hugmynd um að það yrði þingfundur í dag. Ég skilaði tölvu og aðgangskorti og sagði bless. Einnig vissi ég að samkvæmt starfsáætlun var þingi lokið. Hv. þm. Birgitta Jónsdóttir fór utan í vinnuferð á laugardegi og samkvæmt öllu ætti hún að koma aftur að vinna á laugardegi en í þingsköpum stendur, með leyfi forseta:

„Þegar varamaður tekur sæti í forföllum þingmanns skal hann ekki sitja skemur en eina viku nema þingi hafi áður verið frestað eða þinghlé sé hafið samkvæmt starfsáætlun.“

Starfsáætlun lauk náttúrlega í gær. (Gripið fram í: Nákvæmlega.) Ég skil ekki hvað ég er að gera hérna. Má ég vera hérna, eða hvað?