145. löggjafarþing — 53. fundur,  12. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[11:47]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Það er auðvitað Alþingi sem boðar til þessa fundar og þar með auðvitað á ábyrgð forseta að það sé gert réttilega. Forseti telur að það hafi verið gert með því að sendur var tölvupóstur á starfsmenn jafnt og þingmenn Alþingis og síðan var tilkynnt um fundinn á vef Alþingis. Forseti ræddi við fulltrúa allra þingflokkanna, raunar áður en það var gert, til að greina frá því að ætlun hans væri að boða til þessa þingfundar. (ÁstaH: … talaði ekkert við …) Forseti talaði við fulltrúa allra þingflokka, formenn þingflokka en ef þeir voru ekki viðstaddir talaði hann við varaformenn þingflokka.