145. löggjafarþing — 53. fundur,  12. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[12:05]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það er hárrétt sem hv. þingmaður segir, það er undarlegt að þessu skuli ekki hafa verið fylgt eftir, en þegar við í minni hlutanum vorum að ræða um þessar breytingar lögðum við áherslu á að þeir sem settu fram breytingarnar á neysluskattinum mundu fylgjast með því að breytingarnar næðu fram að ganga, að á vegum ríkisins væri sem sagt eftirlit með því að þetta gengi fram eins og menn ætluðu sér. Það vildi ríkisstjórnin hins vegar ekki gera og sagði: Við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur vegna þess að markaðurinn mun passa upp á það.

Síðan hafa athuganir Neytendasamtakanna og verkalýðsfélaganna sýnt að svo er ekki. Þegar efra þrepið var lækkað (Forseti hringir.) skilaði það sér ekki til neytenda að fullu en þegar neðra þrepið var hækkað skilaði það sér og meira en svo.