145. löggjafarþing — 53. fundur,  12. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[12:20]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Þegar textinn í fjárlagafrumvarpinu er skrifaður er talað um stöðugleikaskattinn. Það er þá ekki lengra komið þegar sá texti er skrifaður. Þar er gert ráð fyrir að 170 milljarðar leggist til á árinu 2016. Menn vita að það verður meira, en segjast samt bara gera ráð fyrir þessum 170 þegar þeir ákveða tölurnar. Það á að greiða skuldabréfið og þess vegna eru lægri vextir og síðan eru það 40 milljarðar út af bankaskatti sem verður dekkaður. Meira höfum við ekki. Ég vona, frú forseti, að fundur sem haldinn verður með forustumönnum þingflokkanna skili einhverjum upplýsingum, að hæstv. fjármálaráðherra komi með einhverjar góðar upplýsingar (Forseti hringir.) sem hjálpa okkur að vinna málið áfram.