145. löggjafarþing — 54. fundur,  14. des. 2015.

lengd þingfundar.

[15:03]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Forseti fór þess á leit við þingflokksformenn í dag að það yrði kvöldfundur. Við gerðum enga athugasemd við það og erum tilbúin að vera hér í kvöld til að ræða þau veigamiklu atriði sem hæstv. fjármálaráðherra telur óreifuð. Til að halda því til haga er mjög margt í þessum fjárlögum sem hefur verið að detta inn á síðustu stundu, það er mjög flókið og heilu liðirnir hafa gleymst, þannig að mér finnst mjög brýnt að fara ítarlega yfir fjárlögin að þessu sinni. Við þingflokksformenn minni hlutans erum tilbúin að vera hér með ykkur úr meiri hlutanum og vonumst til þess að þið verðið með í umræðunum eins og ykkar er von og vísa, eða hvað?