145. löggjafarþing — 54. fundur,  14. des. 2015.

lengd þingfundar.

[15:05]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Það liggur nú fyrir að forseti ætlar sér að sækja heimild til þingfundar og fór raunar yfir það á fundi þingflokksformanna að hann mundi óska eftir slíku. Í ljósi þess að það er væntanlega meiri hluti fyrir slíku held ég að það sé algjör óþarfi að fara í atkvæðagreiðslu um það, en ég vil jafnframt minna forseta á að sú umræða sem átt hefur sér stað hér eftir miðnætti hefur ekki skilað mjög miklu að jafnaði. Fundirnir hafa verið langir en kannski ekkert sérstaklega gagnlegir eftir miðnætti. Ég hvet því forseta í því efni að halda ekki fundinn fram á nótt en óska ekki eftir atkvæðagreiðslu um tillögu forseta.