145. löggjafarþing — 54. fundur,  14. des. 2015.

lengd þingfundar.

[15:06]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Eins og fram kom í spjalli sem ég átti í morgun við hæstv. fjármálaráðherra eigum við eftir að ræða um stóru liðina. Þegar lögð eru fram hundruð breytingartillagna þarf eðli málsins samkvæmt að ræða þær. Ég tek undir með þeim sem hér hafa talað, ég tel ekki að við ættum að ræða fjárlögin að nóttu til en geri engar athugasemdir við að veitt sé heimild til lengri þingfundar í dag.