145. löggjafarþing — 54. fundur,  14. des. 2015.

lengd þingfundar.

[15:22]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við ræðum hér atkvæðagreiðslu um hvort halda eigi kvöldfund. Ég vil láta þess getið að það er engan bilbug að finna á þingflokki Sjálfstæðisflokksins í því að standa að þeim fjárlögum og þeim breytingum á fjárlögum sem hér eru til 2. umr. Það er heldur engan bilbug á okkur að finna í stjórnarsamstarfinu, ef hv. þm. Árni Páll Árnason heldur það. Það hefur verið réttur hvers þingmanns að vera ekki alltaf sammála sínum flokki og stundum hefur hv. þm. Árni Páll Árnason fagnað því. Það ætti því ekki að koma á óvart þó að þingmenn séu ekki alltaf allir sömu skoðunar innan sama flokks. Það er engan bilbug að finna á þingliði Sjálfstæðisflokksins varðandi þessa umræðu eða samstöðu um fjárlagafrumvarpið og þær breytingar sem þar liggja. Þess vegna gætum við haldið áfram hér fram á kvöld og næstu daga.